Tenglar

27. janúar 2016 |

Mjólkurframleiðsla komin yfir toppinn

Ljósm. bbl.is.
Ljósm. bbl.is.

Margvíslegar vísbendingar eru um að mjólkurframleiðslan hafi náð hámarki. Reynist það rétt kemst meira jafnvægi á framleiðslu og eftirspurn á næstu mánuðum, en á síðasta ári var framleiðslan talsvert umfram þarfir innlenda markaðarins. Innvigtun mjólkur jókst mjög um mitt síðasta ár og hélst svo að segja út árið 12-14% meiri en sömu vikur á árinu á undan.

 

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að innvigtun hafi minnkað síðustu vikur og sé nú komin niður í um 10% aukningu miðað við sömu viku á síðasta ári.

 

Þetta kemur fram í frétt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig, að bæði burðum og sæðingum hafi heldur fækkað á síðustu mánuðum nýliðins árs. Þá hafi mun meira verið slátrað af kúm, sérstaklega í desember. Baldur Helgi telur líklegt að áhrifa þessa gæti í framleiðslunni á komandi vikum og mánuðum, en auknar meðalafurðir kúastofnsins vegi þar á móti.

 

Óvissa um samninga

 

Margir óvissuþættir eru í spilinu, að sögn Baldurs, og nefnir hann að heymagn og gæði sé misjafnt eftir landshlutum. Þá telur hann að hópur kúabænda bíði eftir niðurstöðum búvörusamninga. Í þeim drögum sem kynnt voru í vetur kom fram að gert væri ráð fyrir að bændur sem vildu hætta gætu innleyst hluta beingreiðslna sinna á samningstímanum. Telur Baldur að nokkur hópur sé í þeim hugleiðingum. Þeir geti í sjálfu sér hætt í haust, þegar þeir hafi náð 80% af framleiðslu ársins.

 

Baldur segir að niðurstöður búvörusamninga þurfi að liggja fyrir sem fyrst, því að bændur séu byrjaðir að leggja drög að framleiðslu næsta árs, með áburðaráætlunum og áburðarkaupum. Allar ákvarðanir bíði nýs búvörusamnings.

 

Mikil mjólkurframleiðsla og birgðir safnast upp

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31