Tenglar

1. apríl 2016 |

Mjólkurframleiðslan of mikil

Þó að bændur hafi samþykkt nýja búvörusamninga bíður mikil vinna við að útfæra þá og koma í framkvæmd. Á það lagði Sigurður Loftsson, fráfarandi formaður Landssambands kúabænda, áherslu í skýrslu til aðalfundar sambandsins í gær.

 

Samningarnir eru til tíu ára og taka gildi um áramót. Stjórnarfrumvarp um staðfestingu þeirra hefur verið lagt fram á Alþingi. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, hvatti kúabændur til að tryggja stuðning við samningana á Alþingi þannig að þeir yrðu helst afgreiddir með stuðningi allra stjórnmálaflokka eins og dæmi séu um.

 

Of mikið er framleitt af mjólk nú um stundir, miðað við markaði. Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, sagði að það ylli vandræðum og hvatti bændur til að draga úr framleiðslunni. Á næstunni verður tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við.

 

Þetta kemur fram í frétt Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30