Tenglar

26. nóvember 2009 |

Möguleikar á virkjun sjávarfalla kynntir

Fallastraumar í Breiðafirði eru mjög harðir. Ljósm. Árni Geirsson.
Fallastraumar í Breiðafirði eru mjög harðir. Ljósm. Árni Geirsson.
Undanfarið hefur verið unnið að því að kanna möguleika á því að virkja sjávarföll á Vestfjörðum. Athugunin er liður í meistaraverkefni Bjarna Maríusar Jónssonar við Haf- og strandsvæðanám við Háskólasetur Vestfjarða. Að þessu koma einnig Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Iðnaðarráðuneytið er einnig vel upplýst um gang mála og hefur stutt verkefnið. Komið hefur fram að japanska stórfyrirtækið Mitsubishi fylgist með framgangi þessa verkefnis af miklum áhuga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

 

Þar kemur fram að nú liggi fyrir næg gögn til að meta raunverulega möguleika á virkjun sjávarfalla. Sagt verður frá þeim möguleikum á blaðamannafundi á morgun, föstudag kl. 14.15, í Þróunarsetrinu á Ísafirði. Þar verður einnig sagt frá stofnun sprotafyrirtækis sem hyggst halda áfram með verkefnið og gera viðskiptaáætlun þar að lútandi. Hugmyndin er að laða að fjárfesta sem hefðu hug á að koma að nýtingu sjávarfalla á Vestfjörðum.

 

Sjá einnig:
Rannsóknir í sjávarfallalíkani: Virkjun sjávarfalla í Breiðafirði talin vel möguleg

Ómar Ragnarsson: Undirgöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar?

Guðjón D. Gunnarsson: Einfalt að virkja sjávarföll í Gilsfirði

Jón Hjaltalín Magnússon: Skoðar sjávarfallavirkjun í Gilsfirði

Orkubú Vestfjarða: Rannsóknir á straumum og sjávarföllum við Flatey

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30