Tenglar

1. mars 2011 |

Mottumars á ný - yfirskeggi og áheitum safnað

Ráðherra með mottu. Mynd: visir.is.
Ráðherra með mottu. Mynd: visir.is.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ýtti „Mottumars“ úr vör við hátíðlega athöfn í Skautahöllinni í Reykjavík í gær. Mottumars er yfirskrift átaks Krabbameinsfélags Íslands varðandi karlmenn og krabbamein, þar sem hvatt er til árvekni og jafnframt safnað fé til starfsemi félagsins. Átakið var haldið í fyrra í fyrsta sinn og þótti takast mjög vel. Þennan átaksmánuð eru karlmenn hvattir til að safna yfirvararskeggi til marks um samstöðu í baráttunni, vekja athygli á krabbameinum karlmanna og um leið að safna áheitum. Smellið hérna til að fara inn á áheita- og áskorendasíðuna.

 

Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í áheitakeppninni.
 
Ráðherrann varð í gær að notast við gervimottu enda mottumánuðurinn ekki byrjaður.

 
Hver verður duglegastur í mottusöfnuninni í Reykhólahreppi? Einhverjir eru að vísu svo fúlskeggjaðir fyrir að varla er á bætandi ...
  

Krabbameinsfélag Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30