Tenglar

7. apríl 2016 |

Mun fleiri andvígir en hlynntir nýjum búvörusamningi

Rúmlega 46% svarenda reyndust andvíg nýjum búvörusamningi sem undirritaður var nýlega, en 12% hlynnt honum. Tæplega 42% voru í meðallagi hlynnt eða andvíg samningnum. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði. Andstaða við samninginn reyndist mest á meðal Reykvíkinga og nágranna þeirra en minnst á meðal Norðlendinga.

 

Þannig voru á bilinu 57-58% Reykvíkinga andvíg nýjum búvörusamningi en um 26% Norðlendinga. Sömuleiðis jókst andstaðan við samninginn með hærra menntunarstigi, þar sem rúmlega 53% svarenda með háskólapróf reyndust andvíg honum samanborið við tæplega 38% þeirra sem hafa aðeins grunnskólamenntun.

 

Langhæst hlutfall kjósenda Framsóknarflokksins reyndist hlynnt nýja samningnum, eða rösklega 44%. Það er eini bakgrunnshópurinn þar sem fleiri reyndist hlynntir honum en andvígir. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins komu næstir Framsóknarmönnum, en tæplega 19% kjósenda hans voru hlynntir samningnum. Þá er athyglisvert, segir á vef Maskínu, að því betur sem menn sögðust hafa kynnt sér samninginn, þeim mun andvígari voru þeir honum.

 

Rétt er að geta þess, að enn er eftir að leggja samninginn fyrir Alþingi til staðfestingar eða synjunar.

 

Sjá hér nánar um könnunina og niðurstöður hennar

 

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31