Tenglar

1. apríl 2011 |

Mundi í Gröf jarðsunginn á Reykhólum

Guðmundur Sveinsson.
Guðmundur Sveinsson.
Guðmundur Sveinsson, Mundi í Gröf, andaðist á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 24. mars, níræður að aldri. Hann verður jarðsunginn í Reykhólakirkju kl. 14 á morgun, laugardag, og jarðsettur í kirkjugarðinum á Reykhólum, þar sem hann verður í félagsskap margra systkina sinna. Hann var síðastur í þeim stóra hópi að kveðja þennan heim. Systkinin voru tólf og þar af komust tíu til fullorðinsára og náðu góðum aldri.

 

Mundi fæddist 11. ágúst 1920 á Hofsstöðum í Þorskafirði í Reykhólasveit. Faðir hans var Sveinn Sæmundsson úr Dölum og móðir hans Sesselja Oddmundsdóttir úr Bolungarvík.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30