„Munum að við erum fyrirmyndir“
„Þetta var gert í tengslum við þema mánaðarins, sem eru samskipti barna, og þau gerðu þetta fyrir foreldrafundinn sem var í síðustu viku. Þau tóku fullan þátt í að skipuleggja hvert og eitt atriði fyrir sig og stóðu sig rosalega vel,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Reykhólahrepps. Þarna á hún við myndskeið samsett úr örstuttum leikþáttum sem fjalla um nokkra grunnþætti góðra mannlegra samskipta, en leikendur eru nemendur í Reykhólaskóla.
Vídeóið er tæplega sjö mínútna langt. Í hverjum þætti er skipt á milli atriða í svarthvítu og lit til að skerpa áherslur. Sumt er í gamansömum tón, annað með alvarlegri blæ.
Jóhanna Ösp er búin að setja vídeóið á YouTube og má sjá það hér.
Margrét, fimmtudagur 29 janar kl: 09:21
Gaman að þessu, Takk fyrir.