Tenglar

7. október 2011 |

„Músin sem gekk í gin kattarins“

Regína Sigurðardóttir.
Regína Sigurðardóttir.

Samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) munu heiðra Ómar Ragnarsson „fyrir ómetanlegt frumkvöðulsstarf hans að náttúruverndarmálum í áratugi“. Það verður gert á morgun á aðalfundi LBL að Ketilási í Fljótum. Formaður samtakanna er Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum. Að aðalfundinum sjálfum loknum verður almenn umræða um opinbera þjónustu á landsbyggðinni.

 

„Íbúar á landsbyggðinni eru komnir í spor músarinnar sem gekk í gin kattarins eftir að hann var búinn að leika sér að henni í drjúgt langa stund. Betra er að segja okkur strax að það sé mat stjórnvalda að leggja af byggð utan við ákveðinn radíus í kringum höfuðborgina en að halda áfram að draga okkur á asnaeyrunum“, segir Regína Sigurðardóttir, varaformaður LBL, í grein hér á vefnum undir fyrirsögninni Fólk á landsbyggðinni komið í spor músarinnar.

 

Einnig segir hún:

 

„Það er kominn tími til að slá skjaldborgir um alla opinbera þjónustu á landsbyggðinni, sýslumannsembættin, heilbrigðisstofnanir, skólana o.s.frv. Það er ekki nóg að verja heilbrigðisþjónustuna. Við þurfum að verja öll opinber störf og þjónustu. Þar styður hvað annað.“

 

Grein Regínu má lesa í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Vefur samtakanna Landsbyggðin lifi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30