Tenglar

13. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Myndarleg gjöf frá Lions

Myndvarpinn
Myndvarpinn
1 af 3

Fyrir skömmu afhenti Ingvar Samúelsson Reykhólahreppi fyrir hönd Lions, myndvarpa, rafstýrt sýningartjald og hljóðkerfi ásamt uppsetningu. Búnaðinum var komið fyrir í matsal Reykhólaskóla sem oft er notaður fyrir fundi. 

 

Tilgangur gjafarinnar er að hluta til að eiga þess kost að bjóða uppá aðstöðu við fjölmennar athafnir eins og jarðarfarir, þegar fjöldi gesta er slíkur að ekki er pláss í kirkjunni fyrir alla.

 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri tók á móti gjöfinni fyrir hönd Reykhólahrepps og þakkaði Lions kærlega fyrir þessa góðu gjöf, hún á eftir að koma sér mjög vel og bæta fundaraðstöðu töluvert fyrir sveitarfélagið og fleiri aðila.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31