Tenglar

30. apríl 2015 |

Myndarleg gjöf til starfsfólks Þörungaverksmiðjunnar

Bjarni Þór, Játvarður Jökull, Jón Erlingur, Baldvin Reyr, Fanney, Helgi Jón, Unnsteinn og Helgi Jóhann með bókina veglegu í höndum.
Bjarni Þór, Játvarður Jökull, Jón Erlingur, Baldvin Reyr, Fanney, Helgi Jón, Unnsteinn og Helgi Jóhann með bókina veglegu í höndum.
1 af 2

Núna í vetur kom út fjórða bindið í ritröðinni Vestfjarðarit. Það ber titilinn Hjalla meður græna og fjallar um Austur-Barðastrandarsýslu eða alla gömlu hreppana fimm sem mynda núverandi Reykhólahrepp, þ.e. svæðið milli Gilsfjarðar í austri og Kjálkafjarðar í vestri ásamt miklum hluta Breiðafjarðareyja. Þörungaverksmiðjan vildi styðja við útgáfuna og keypti ritið til að gefa starfsfólki sínu. Alls fá sautján starfsmenn bókina og var myndin tekin í morgun þegar hluti hópsins fékk hana í hendur.

 

Bókin er á sjöunda hundrað blaðsíður og hefur að geyma mikinn fróðleik um héraðið, þar á meðal ábúendatöl frá 1900 til 2012. Urmull mynda er í ritinu, bæði gamalla og nýrra, meðal þeirra myndir af ábúendum og öðru fólki á flestum bæjanna í sýslunni á því tímabili sem það spannar. Ritstjóri þessa bindis er Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla í Múlasveitinni gömlu í núverandi Reykhólahreppi vestanverðum.

 

Útgefandi Vestfjarðarita er Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða. Útgáfustjóri er Birkir Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði. Áður eru komnar út í ritröðinni bækurnar Firðir og fólk 900-1900 og Firðir og fólk 1901-1999, sem fjalla báðar um Vestur-Ísafjarðarsýslu, og Fólkið, landið og sjórinn, sem fjallar um Vestur-Barðastrandarsýslu 1901-2010.

 

Í Reykhólahreppi hefur Karl Kristjánsson á Kambi umsjón með sölu ritsins. Á höfuðborgarsvæðinu annast Barðstrendingafélagið söluna undir umsjón Aðalheiðar Hallgrímsdóttur frá Mýrartungu. Auk þess er hægt að panta ritið og fá það póstsent án þess að sendingarkostnaður sé innheimtur og tekur Birkir Friðbertsson við pöntunum í síma 456 6255. Ritið er ekki selt í verslunum. Verð þessa nýjasta bindis er kr. 11.700.

 

Á myndinni eru í aftari röð, talið frá vinstri: Bjarni Þór Bjarnason, Jón Erlingur Stefánsson, Baldvin Reyr Smárason, Helgi Jón Ólafsson og Unnsteinn Birgisson. Í fremri röð: Játvarður Jökull Atlason, Fanney Birgisdóttir og Helgi Jóhann Þorvaldsson.

 

Sjá einnig:

Liðlega níutíu jarðir koma við sögu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30