Tenglar

10. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Myndarleg verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) efna nú til Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013. Veitt verða verðlaun fyrir fjórar bestu viðskiptaáætlanirnar, samtals 14 milljónir króna, auk þess sem frekari stuðningur er veittur. Keppnin er haldin í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fab Lab á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 2. desember.

 

Keppnin er hluti af sóknaráætlun landshluta og miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Endanlegt markmið keppninnar er að styðja fjögur verkefni með fjárframlagi sem yrði til þess að skapa ný störf.

 

Það er von Fjórðungssambandsins og Atvest að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í keppninni. Til að hvetja frumkvöðla til dáða og veita þeim innsýn í gerð viðskiptaáætlana verða haldin örnámskeið í gerð slíkra áætlana á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Námskeiðin eru til þess að aðstoða frumkvöðla við faglegan undirbúning.

 

Margvíslegar frekari upplýsingar er að finna á kynningarvef keppninnar. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá verkefnisstjóra hennar, Jóni Páli Hreinssyni, starfsmanni AtVest, í síma 450 3051 og með því að senda tölvupóst á jonpall@atvest.is.

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31