Tenglar

19. janúar 2021 | Sveinn Ragnarsson

Myndarlegur styrkur til verslunar á Reykhólum

Reykhólar
Reykhólar

Úr sjóði sem m.a. er ætlað að styðja við verslun í strjálbýli með verkefnastyrkjum, var samþykkt að veita 5,8 m. kr. styrk til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 12 milljónum króna úthlutað til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

 

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

  • Hríseyjarbúðin. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 1 m.kr.
  • Verslun á Reykhólum. Stofnkostnaður vegna opnunar og reksturs verslunar. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 5,8 m.kr.
  • Kauptún, Vopnafirði. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 5,2 m.kr.

Nánar á heimasíðu Stjórnarráðsins.

 

Athugasemdir

Gunnar Sveinsson, rijudagur 19 janar kl: 18:45

Fagna því að starfsemi, verslun í dreifbýli landsins fái skilning og viðurkenningu. Það hefur alltaf verið erfitt að halda uppi þjónustu i heimabyggð. Ég tala nú ekki um verslun sem er í ótrúlegri samkeppni við stórmarkaði sem teygja sig um land allt. Verslun í Flatey gaf eftir vegna breyttra samgönguhátta. Það varr tímanna tákn. En nú er það máttur stórverslana sem neyða "þjónustuverslanir" heima í héraði að leggja upp laupana. Takk fyrir, að ráðamenn "fyrir Sunnan" hafa skilning á verslun í heimabyggð.
Með bestu kveðjum úr Flatey
Gunnar í Eyjólfshúsi

SimonPétur, laugardagur 23 janar kl: 00:49

Það er ágæt verslun á Hólmavík

SimonPétur, laugardagur 23 janar kl: 00:50

Það er ágæt verslun á Hólmavík

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31