Tenglar

15. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Myndasafn Ólafs Steinþórssonar komið á netið

Ein af myndum Ólafs: Bryggjan og frystihúsið í Flatey í smíðum.
Ein af myndum Ólafs: Bryggjan og frystihúsið í Flatey í smíðum.

Á vef Framfarafélags Flateyjar hafa verið settar inn 260 myndir sem Ólafur Steinþórsson gaf félaginu fyrir nokkrum misserum. Það var ósk hans að myndirnar yrðu aðgengilegar fyrir sem flesta og varð niðurstaðan sú að nota nýja heimasíðu til að koma þeim á framfæri við Vestureyinga og aðra áhugasama. Meginhluti myndanna tengist Flatey en aðrar tengjast Bjarneyjum.

 

Þetta kemur fram á vef Framfarafélags Flateyjar.

 

Þar er Ólafi jafnframt þakkað enn og aftur fyrir þessa merku gjöf og fyrir þann hug hann sýnir æskuslóðum sínum. Myndasafn Ólafs spannar ýmsa þætti mannlífs fyrri tíma auk þess að halda til haga upplýsingum um marga þá sem bjuggu í Vestureyjum á þeim tíma sem myndrnar ná yfir.

 

Sjá nánar hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31