30. desember 2008 |
Myndasíða Fjólu á Tindum komin hér á vefinn
Fjóla Benediktsdóttir á Tindum í Geiradal hefur tekið mikinn fjölda skemmtilegra mynda sem hún vistar á vefsíðu sem kallast einfaldlega Myndasíða Fjólu. Þar getur að líta svipmyndir af fólki og viðburðum í héraðinu og ýmsu fleiru - en sjón er sögu ríkari. Meðal þess nýjasta á vefnum hjá Fjólu má nefna myndir sem hún tók á hátíðarhlaðborði í Bjarkalundi fyrir stuttu og myndir sem hún tók í ferð Lionsfólks í héraðinu til Írlands fyrr í vetur. Myndirnar þrjár sem hér fylgja eru sýnishorn úr þeirri syrpu.
Tengill inn á myndasíðu Fjólu á Tindum er kominn hér inn á vef Reykhólahrepps undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn í valmyndinni til vinstri. Lesendur vefjarins skulu jafnframt minntir á fleiri ágætar myndasíður og syrpur sem þar er að finna.