Myndasyrpa frá afmælisfagnaði Olgu á Hamarlandi
Sjá einnig:
Afmælisfagnaður á Reykhólum á laugardag
Bragur ortur í tilefni af sextugsafmæli Olgu á Hamarlandi
Lag: Góða tungl, um loft þú líður ...
Olgu nú við árnum heilla,
afmæli á kona sú,
húsfreyjan á Hamarlandi
hún er mesta sómafrú,
mikið hún af mörkum leggur,
margháttuð við félagsstörf,
fús í þágu sveitar sinnar
sífellt bæta vill úr þörf.
Olga gæðir yl og birtu
okkar litla samfélag,
fyrir tryggð og félagsanda
flytja viljum henni brag,
látum söng af hjarta hljóma,
hyllum nú af lífi og sál
Olgu, sem er ljúf í lundu,
líka þó að syrti í ál.
Megi Olga lengi lifa,
lán í hennar falli skaut,
hún á skilið hrós í eyra,
hógvær fetar ævibraut.
Margar góðar, glaðar stundir
geymast liðnum dögum frá,
Olgu þökkum afbragðs kynni,
okkur vöknar hreint um brá.
- Guðmundur Arnfinnsson frá Hlíð.