31. mars 2010 |
Myndavélin við arnarhreiðrið komin í gang
Myndavélin við arnarhreiðrið í ónefndum breiðfirskum hólma, sem þau Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum í Reykhólahreppi standa að (Arnarsetur Íslands) er komin í gang þetta vorið. Hún var sett upp fyrir tveimur árum og þá komu arnarhjónin upp unga. Í fyrra misfórst útungunin hins vegar. Núna er laupurinn orðinn talsvert stærri en á sama tíma í fyrra og munar þar um það bil viku. Hins vegar hefur lítið sést til fuglanna þessa dagana.
Slóðin á vefmyndavélina er http://www.discovericeland.is/Ornwebcam.aspx
Borði með beinni tengingu á myndavélina hefur verið settur inn undir yfirskriftinni Tenglar neðarlega í dálkinum vinstra megin á síðunni (Arnarsetrið - smellið á vefmyndavél).
Bergsveinn G Reynisson, mivikudagur 31 mars kl: 10:42
Fuglarnir sáust um miðjan dag í gær (30.3) sitjandi við hreiðrið. Nú er bara að vona að gangi betur en síðast.