Tenglar

31. mars 2010 |

Myndavélin við arnarhreiðrið komin í gang

Myndavélin við arnarhreiðrið í ónefndum breiðfirskum hólma, sem þau Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum í Reykhólahreppi standa að (Arnarsetur Íslands) er komin í gang þetta vorið. Hún var sett upp fyrir tveimur árum og þá komu arnarhjónin upp unga. Í fyrra misfórst útungunin hins vegar. Núna er laupurinn orðinn talsvert stærri en á sama tíma í fyrra og munar þar um það bil viku. Hins vegar hefur lítið sést til fuglanna þessa dagana.

 

Slóðin á vefmyndavélina er http://www.discovericeland.is/Ornwebcam.aspx

 
Borði með beinni tengingu á myndavélina hefur verið settur inn undir yfirskriftinni Tenglar neðarlega í dálkinum vinstra megin á síðunni (Arnarsetrið - smellið á vefmyndavél).
 

Athugasemdir

Bergsveinn G Reynisson, mivikudagur 31 mars kl: 10:42

Fuglarnir sáust um miðjan dag í gær (30.3) sitjandi við hreiðrið. Nú er bara að vona að gangi betur en síðast.

Sveinn Björnsson, sunnudagur 18 aprl kl: 22:04

Þakka fyrir þetta tækifæri til að fylgjast með vexti og viðgangi arnarins.

Ingibjörg Pálmadóttir, rijudagur 25 ma kl: 14:06

Ef mig langar til að líta á "arnarhreiðrið " er ég krafin um lykilorð sem ég hef ekki. Þarf ég að borga fúlgur fjár til að geta kíkt á misgóða útsendingu , eða hver er galdurinn.


þökk fyrir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30