Myndir að loknu sólpallaveðrinu mikla
Stórviðrinu slotaði í Reykhólahreppi um tvöleytið í gær, datt niður eins og hendi væri veifað. Allt í einu var komið logn, hætt að snjóa, hætt að skafa, sólin skein. Þá var hægt að fara að skoða fannirnar sem safnast höfðu á skemmri tíma en almennt gerist hér við innanverðan Breiðafjörð. Og taka myndir.
Hér fylgja í handahófskenndri röð (nema þær síðustu, skiljanlega) nokkrar skemmtilegar myndir sem teknar voru á ýmsum stöðum í héraðinu í gær, fengnar af Facebooksíðum með góðfúslegu leyfi eigendanna. Ástæða þess að tala um sólpallaveður ætti að blasa við; þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.
Nöfn þeirra sem Facebooksíðurnar eiga eru undir myndunum.
Jóna Magga, laugardagur 06 febrar kl: 12:15
Frábært að sjá þessar myndir. Það mætti gjarnan nota tækifærið og setja saman svona myndaraðir úr fallegu sveitinni okkar. Það eru margir að taka myndir og gaman að hafa frá mismunandi stöðum :)
Svona gleður hjarta brottfluttra og eiga þeir sem til eru í að deila myndum þakkir skildar fyrir