18. október 2011 |
Myndir frá Opnu húsi orkuboltanna í Reykhólaskóla
Fyrir helgina stóð Rebekka Eiríksdóttir á Stað fyrir Opnu húsi í Reykhólaskóla fyrir yngri deildina þar og fékk Hörpu systur sér til aðstoðar. Mætingin var frábær og allir skemmtu sér konunglega. Farið var í leiki, haldið diskótek, spilað, farið í skotbolta og horft á myndbönd. Þetta gerðist allt á aðeins tveimur tímum enda eru þessir ungu krakkar með meira en nóg af orku.
Myndirnar sem Harpa tók ættu að segja allt sem segja þarf. Smellið á myndirnar til að stækka þær.