30. mars 2015 |
Myndir frá Stóru upplestrarkeppninni
Allir krakkarnir sex í 7. bekk Reykhólaskóla ásamt nemendum í skólunum á Ströndum tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni, sem haldin var á Drangsnesi í liðinni viku. Ólafur Stefán Eggertsson á Reykhólum varð í þriðja sæti, Karlína Rós Magnúsdóttir á Drangsnesi varð í öðru sæti en Kristín Sara Magnúsdóttir í Árneshreppi hlaut fyrsta sætið.
Viðurkenningar afhenti Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur. Að keppni lokinni var öllum boðið í súpu á veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi.
Myndirnar tók Herdís Erna Matthíasdóttir á Reykhólum.