Myndir frá afhendingu tveggja startpakka
Núna um helgina afhentu sveitarstjórnarkonurnar í Reykhólahreppi Áslaug Berta Guttormsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir „startpakka“ nr. 2 þegar þær heimsóttu sveitungana Lovísu Ósk Jónsdóttur og Hlyn Stefánsson og börn þeirra. Í desember höfðu þær heimsótt Sigrúnu Kristjánsdóttur og Ágúst Má Gröndal og þeirra börn í sömu erindum. „Auðvitað fengum við að halda á litlu stelpunum, sem báðar eru yndislegar. Þetta voru einstaklega ánægjulegar heimsóknir og gaman að njóta þeirra forréttinda að færa þeim sængurgjöf frá öllum íbúum sveitarfélagsins,“ segir Áslaug.
Í pakkanum kennir margra grasa og þar er ýmislegt sem gott er að eiga fyrir ungbörn.
Myndirnar eru frá þessum heimsóknum Áslaugar og Söndru.
Sjá einnig:
► 21.01.2015 Ljósmóðirin hafði verið í sveit á Mávavatni
► 29.11.2014 Fjölgun í fjölskyldunni að Hólatröð 1 [núna eru þau reyndar flutt að Hellisbraut 20]
► 28.11.2014 Treysta sér ekki til að feta í spor Andreu
► 11.06.2014 Skemmtilegur og trúlega einstæður viðburður
Lovísa og Hlynur, rijudagur 10 febrar kl: 17:27
Þúsund þakkir fyrir okkur :)