25. júní 2011 |
Myndir frá barnagöngunni upp að Heyárfossi
Útivistardagarnir í Reykhólahreppi undir samheitinu Gengið um sveit hófust í fyrradag með barnagöngu upp að Heyárfossi milli Höllustaða og Skerðingsstaða. Í gönguna fóru fimmtán börn og unglingar, þrjú foreldri, einn hundur og fararstjórinn Harpa Eiríksdóttir. Nesti var borðað í ljúfri laut, tækifærið notað að vaða í Heyá og allir skemmtu sér prýðilega.
22.06.2011 Göngudagarnir í Reykhólahreppi að hefjast