Tenglar

5. júní 2009 |

Myndir frá fermingu í Garpsdal á hvítasunnudag

Jósep Friðrik Guðbjörnsson var fermdur í Garpsdal á hvítasunnudag 2009.
Jósep Friðrik Guðbjörnsson var fermdur í Garpsdal á hvítasunnudag 2009.
1 af 9

Líkt og flest annað hefur það bæði kosti og galla að fermast í lítilli sveitakirkju. Fermingarsystkinin eru færri en almennt gerist en athöfnin er hins vegar persónulegri. Þetta gerist ekki gleggra en við fermingarmessu í kirkjunni gömlu og hlýlegu í Garpsdal við Gilsfjörð á hvítasunnudag þar sem einn piltur var fermdur, Jósep Friðrik Guðbjörnsson, sonur Rannveigar Harðardóttur og Guðbjörns Jóseps Guðjónssonar. Garpsdalskirkja var fullsetin og um hundrað manns sátu síðan fermingarveisluna sem haldin var í Bjarkalundi, elsta sveitahóteli landsins, sem tekið var í notkun fyrir sextíu og tveimur árum.

 

Myndirnar sem fylgja voru teknar í kirkjunni í Garpsdal og síðan í Bjarkalundi. Raunar þarf ekki texta með hverri mynd. Prestur var séra Elína Hrund Kristjánsdóttir. Á tveimur síðustu myndunum er Jósep Friðrik ásamt ömmu sinni í móðurætt og afa sínum og ömmu í föðurætt (smellið á myndirnar til að stækka þær).

 

Kirkjan í Garpsdal er senn hálfáttræð og þannig nokkru eldri en Bjarkalundur. Hún var byggð á árunum 1934-35 eftir alkunnri teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins og vígð 16. júní 1935. Altaristöfluna málaði Brynjólfur Þorláksson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31