5. júlí 2012 |
Myndir frá kræklingasúpufundi IMC í Nesi
Bræðurnir Bergsveinn og Sævar Reynissynir og starfsmenn Icelandic Mussel Company ehf. (IMC) tóku á móti eitthvað um þrjátíu gestum á súpufundi sem haldinn var í Króksfjarðarnesi í fyrrakvöld og kynntu starfsemi vinnslunnar sem þar er að komast í fullan gang. Súpan var kræklingasúpa eins og vera bar en heiðurinn af henni átti Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (með góðum ráðum og annarri aðstoð). Uppskriftin og kannski líka eitthvað um aðstoðina birtist hér á vefnum síðar í dag.
Myndirnar sem hér fylgja eru flestar teknar við þetta tækifæri, bæði utanhúss og innan, en líka eru myndir teknar úti á sjó og við löndun á bláskelinni við bryggjuna í Nesi. Báturinn er kræklingaveiðari IMC, Knolli BA 8.
► Skelvinnslan í Nesi: Allt að gerast hjá IMC