Viðurkenningu fyrir besta afrek sumarsins í frjálsum samkvæmt stigatöflu FRÍ hlutu Aðalbjörg Egilsdóttir fyrir hástökk og Vignir Smári Valbergsson fyrir spjótkast.
Viðurkenningar veittar fyrir góða mætingu á mót og æfingar í frjálsum.
Viðurkenning veitt fyrir mestu framfarir í frjálsum, Hafdís tekur við bikarnum fyrir hönd bróður síns Björgvins Óskars fyrir miklar framfarir í spjótkasti.
Viðurkenningar veittar fyrir mætingu á kvöldmót í frjálsum íþróttum.
Viðurkenningar veittar fyrir mætingu á kvöldmót í frjálsum íþróttum.
Viðurkenningar veittar fyrir fótbolta. Fyrir bestu mætingu á æfingar (Jóhanna Vigdís Pálmadóttir), efnilegasta fótboltamanninn (Mikael tekur bikarinn fyrir frænda sinn, Jóhann Margeir Guðmundsson) og efnilegustu fótboltakonuna (Katrín Einarsdóttir, hún var ekki viðstödd).
Þátttakendur frá UDN í liði SamVest sem keppti í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri.
Lokahóf eða uppskeruhátíð Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) í frjálsum íþróttum og fótbolta var haldið á Reykhólum á fimmtudag. Þetta var uppgjör sumarsins og meðal annars fór fram afhending viðurkenninga fyrir góða mætingu á æfingar og mót. Jafnframt voru veitt þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, viðurkenningar fyrir besta afrek karla og besta afrek kvenna í sumar og viðurkenningar fyrir mestar framfarir milli ára. Allir fengu plagg með árangri ársins í hinum ýmsu greinum samanborið við síðasta ár.
Myndirnar sem hér fylgja tók Steinþór Logi Arnarsson, Stórholti í Saurbæ í Dalabyggð. Sumar þeirra eru með texta, aðrar ekki.