Tenglar

16. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Myndir frá skógarhöggsdeginum mikla

Frá skógardeginum mikla í Skógum / ÞÓ.
Frá skógardeginum mikla í Skógum / ÞÓ.
1 af 10

„Skógarhöggsdagurinn í Skógum var einstaklega ánægjulegur fyrir okkur umsjónarmenn Skóga. Um það bil 30 tré voru höggvin og munu skreyta stofur bæði á Ströndum og í Reykhólasveit,“ segir Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi við Berufjarðarvatn. Eins og hér kom fram var fólki boðið að koma í skógræktina í Skógum í Þorskafirði á laugardag og sækja sér jólatré. Veður var gott og þó að snemmbúinn jólasnjór kæmi úr lofti um stund var það bara betra.

 

„Við þökkum öllum fyrir komuna og óskum ykkur gleðilegra jóla,“ segir Þórarinn, en hann tók myndirnar sem hér fylgja. Miklu fleiri er að finna undir Ljósmyndir, myndasöfn / Myndasyrpur / Skógarhögg í Skógum í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31