19. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Myndir frá þjóðhátíð í Reykhólahreppi
Þórarinn Ólafsson var á þjóðhátíðinni í Reykhólahreppi, sem haldin var að venju í Bjarkalundi í umsjá Lionsfólks, og tók þar fjölda svipmynda. Nokkrar fylgja hér en liðlega hundrað myndir hafa verið settar í tvær syrpur sem finna má undir Ljósmyndir, myndasöfn í valmyndinni hér vinstra megin (17. júní 2013, 1-2). Fjallkona Reykhólahrepps 2013 var Fanney Sif Torfadóttir, sem sjá má m.a. fremst á fyrstu mynd.