20. júní 2015 |
Myndir frá þjóðhátíðinni í Reykhólahreppi
Fjöldi svipmynda frá fjölskylduhátíðinni í Bjarkalundi 17. júní er kominn á vefinn. Þær er að finna í tveimur hlutum undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin, 27 myndir í hvorum hluta. Að hátíðinni stóðu í sameiningu Kvenfélagið Katla og Hótel Bjarkalundur. Fjallkona var Jóhanna Ösp Einarsdóttir, eins og hér hefur komið fram.
Myndirnar tóku Herdís Erna Matthíasdóttir og Gústaf Jökull Ólafsson. Hér fylgja nokkur sýnishorn.