29. júní 2016 |
Myndir úr Flateyjarferð
Flateyjarferðin mikla á mánudag, sem hér var greint frá, gekk hið besta. Sumir ferðuðust á milli með Baldri, aðrir með Hafdísi, hinum nýja björgunarbáti Heimamanna. Meðal þeirra sem fóru þessa ferð var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli og tók hann svipmyndirnar sem hér fylgja.
Þar má sjá komufólk og heimafólk í Flatey í blíðunni eftir fundahöld, sjódælu slökkviliðsins, Baldur við bryggju í Flatey og björgunarbátinn Hafdísi. Loks má sjá tvo sveitarstjórnarmenn komna á land úr Hafdísi, mátulega til að sjá leikinn ...