Tenglar

30. desember 2014 |

Myndir úr afmælisfagnaðinum á Seljanesi

Afmælisbarnið á Ferguson, sem er orðinn talsvert meira en fimmtugur.
Afmælisbarnið á Ferguson, sem er orðinn talsvert meira en fimmtugur.
1 af 24

Stefán Hafþór Magnússon á Seljanesi í Reykhólasveit er fimmtugur í dag, 30. desember. Eins og hér kom fram var af þessu tilefni opið hús á Seljanesi í gærkvöldi og var þar margt gesta eins og vænta mátti. Eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja var fagnaðurinn haldinn í kjörlendi Stefáns og þeirra feðganna á Seljanesi, sem þekktir eru fyrir fornbíla sína og forntraktora og margvíslega söfnun á þeim sviðum.

 

Jóhann Vívill bróðir Stefáns brást vel við beiðni um að útvega vefnum til birtingar myndir úr afmælisfagnaðinum. Þær verða síðan fljótlega settar inn í Ljósmyndir, myndasöfn > Myndasyrpur (valmyndin hér vinstra megin) þar sem þær verða aðgengilegri en þessi frétt þegar frá líður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31