Tenglar

20. janúar 2012 |

„Myndlist og ljóðlist í stigagangi“

Sumir flagga sinni nekt ...
Sumir flagga sinni nekt ...

Hér á vefnum var fyrir skömmu spurst fyrir um kveðskap eftir Eystein G. Gíslason (Eystein í Skáleyjum). Jófríður Leifsdóttir systurdóttir Eysteins er að hefjast handa við að safna saman kveðskap frænda síns og vonast til að finna sem allra mest af því sem eftir hann liggur. Nokkru fyrir áramót var allvæn syrpa af limrum Eysteins birt hér á síðunni Gamanmál af ýmsu tagi (valmyndin vinstra megin).

 

Syrpan hefur núna á rúmum mánuði verið „opnuð“ 785 sinnum, sem verður að teljast ekki lítið.

 

Núna hafa verið settar þar inn vísur og texti af handskrifuðu blaði Eysteins, þar sem fjallað er um myndir af fáklæddu fólki sem hanga í stigagangi Barmahlíðar á Reykhólum, auk vísu um mynd í eigu Jóns Atla Játvarðarsonar á Reykhólum. Svavar Garðarsson smiður og Eysteinn kveðast á um myndirnar af þeim fáklæddu.

 

Texti Eysteins hefst þannig: „Hengdar voru upp glæsilegar, útsaumaðar, innrammaðar myndir undir gleri. Önnur af ungri konu en hin af ungum manni, sitt hvoru megin í ganginum. Bæði liggja nakin í rúmum sínum, dreymandi á svip.“

 

20.01.2012  Myndlist og ljóðlist í stigagangi í Barmahlíð

11.01.2012  Hverjir luma á kveðskap eftir Eystein í Skáleyjum?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30