Tenglar

30. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Myndskeið: Ekið yfir þverun Kjálkafjarðar

Þverun Kjálkafjarðar. Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.
Þverun Kjálkafjarðar. Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.

Eins og hér var greint frá hefur nýja brúin yfir Kjálkafjörð á mörkum Reykhólahrepps og Vesturbyggðar verið opnuð fyrir umferð, samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst við þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Eftir sjö vikur verður önnur álíka samgöngubót tekin í notkun á svæðinu, nokkru austar í Múlasveit í Reykhólahreppi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fjallaði um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt því sem þar var birt myndskeið frá holum og aftur holum á gamla veginum og jafnframt frá því þegar ekið er yfir þverunina yfir Kjálkafjörð, en brúin sjálf er 120 metra löng. Þarna ræðir Kristján Már einnig við Gísla Eysteinsson verkstjóra Suðurverks, sem vinnur verkið.

 

Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði í Múlasveit. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni.

 

Gísli Eysteinsson verkstjóri segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana.

 

Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð, en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er því samtals átta kílómetrar.

 

Myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér (tvær mínútur)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30