Tenglar

16. mars 2011 |

Myndskeið um náttúru og ferðaþjónustu á Ströndum

Skjáskot úr myndinni.
Skjáskot úr myndinni.
Gert hefur verið vandað og faglega unnið myndskeið til kynningar á náttúru og ferðaþjónustu í Kaldrananeshreppi á Ströndum. Það er komið í dreifingu á vefnum malarhorn.is. Einnig er hægt að skoða það á Facebook, t.d. á síðu Bryggjuhátíðar á Drangsnesi, líka á YouTube undir þessum tengli. Myndskeiðið er rúmar átta mínútur á lengd og með enskum þulartexta.

 

Frá þessu er greint á fréttavefnum strandir.is.

 

Kannski eitthvað í þessa veru fyrir héraðið víðlenda, fagra og fjölbreytta við innanverðan Breiðafjörð og út um allan flóann - bæði fastalandið dásamlega og hinar óviðjafnanlegu Breiðafjarðareyjar?

 
Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands eru íbúar Kaldrananeshrepps 106 en íbúar Reykhólahrepps 278.
 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, mivikudagur 16 mars kl: 19:47

Þetta er frábært framtak hjá þeim og þetta er eitthvað sem nú er þegar í skoðun hjá mér að framkvæma, þegar komin í samband við áhugamyndatökumann sem hefur mikin áhuga á að takast á við þetta verkefni.

Stefnan verður tekin á að taka upp efni í júní á svæðinu. Endilega sendið inn hugmyndir til mín hvað þið sveitungar mynduð vilja sjá í kynningarmyndbandi fyrir sveitina.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30