6. október 2011 |
Myndskeið um nýja veginn á Skálanesi
Á fréttaferð sinni um sunnanverðan Vestfjarðakjálkann kom Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 meðal annars við á Skálanesi. Hann kynnti sér gerð nýja vegarins þar og ræddi við feðgana Hallgrím Jónsson og Svein Hallgrímsson. Gamli vegurinn liggur um hlaðið á Skálanesi en sá nýi er skammt fyrir ofan. Verklok tefjast vegna fjárhagsvandræða verktakans. Jafnframt er í þessari frétt Stöðvar 2 rifjað upp atriði í kvikmyndinni Börnum náttúrunnar sem tekið var upp á Skálanesi.
Smellið hér til að sjá og heyra fréttina.