Myndskeiðið um BMW Mini í Nesi komið á netið
Eins og greint var frá hér á vefnum var heljarinnar mikið umstang í Króksfjarðarnesi snemma í vor þegar þar fóru fram tökur vegna auglýsingar fyrir nýjan BMW Mini Cooper. Þá var gert ráð fyrir því að afraksturinn yrði 45 sekúndna myndskeið en núna er komin á netið stuttmynd sem er vel yfir eina og hálfa mínútu á lengd. Líkt og venja er við slíkar tökur er aðeins notað lítið brot af því sem myndað er og margir sem leika í þeim sjást ekki í hinni endanlegu útgáfu. Þarna má þó líta heimafólk á bæði tveimur og fjórum fótum - þ.e. ef hundurinn Toppur sem er í eigu Gylfa og Hönnu á Reykhólum getur flokkast undir heima-„fólk“.
Bílstjórinn í myndskeiðinu er Víkingur Kristjánsson leikari frá Ármúla við Ísafjarðardjúp. Leikararnir tala íslensku en undirtextar eru á ensku.
Frétt um þetta ásamt myndskeiðinu birtist hér á fréttavefnum visir.is í dag. Smellið á Horfa á myndskeið með frétt fyrir ofan textann í fréttinni sjálfri.
Sjá einnig:
24.03.2011 Tökur í Nesi fyrir auglýsingu um BMW Mini Cooper
Eygló Stefánsdóttir, mnudagur 29 gst kl: 20:54
Er þetta ekki hún Sólveig Magnúsdóttir, gamla sveitavinkona mín, er hún bara orðin fræg um allan heim ja. hérna, ég segi nú bara ekki annað, hvar endar þetta eiginlega....