Tenglar

29. ágúst 2011 |

Myndskeiðið um BMW Mini í Nesi komið á netið

Kannast ekki einhver við konuna sem er að fá sér kaffisopa í vegasjoppunni?
Kannast ekki einhver við konuna sem er að fá sér kaffisopa í vegasjoppunni?

Eins og greint var frá hér á vefnum var heljarinnar mikið umstang í Króksfjarðarnesi snemma í vor þegar þar fóru fram tökur vegna auglýsingar fyrir nýjan BMW Mini Cooper. Þá var gert ráð fyrir því að afraksturinn yrði 45 sekúndna myndskeið en núna er komin á netið stuttmynd sem er vel yfir eina og hálfa mínútu á lengd. Líkt og venja er við slíkar tökur er aðeins notað lítið brot af því sem myndað er og margir sem leika í þeim sjást ekki í hinni endanlegu útgáfu. Þarna má þó líta heimafólk á bæði tveimur og fjórum fótum - þ.e. ef hundurinn Toppur sem er í eigu Gylfa og Hönnu á Reykhólum getur flokkast undir heima-„fólk“.

 

Bílstjórinn í myndskeiðinu er Víkingur Kristjánsson leikari frá Ármúla við Ísafjarðardjúp. Leikararnir tala íslensku en undirtextar eru á ensku.

 

Frétt um þetta ásamt myndskeiðinu birtist hér á fréttavefnum visir.is í dag. Smellið á Horfa á myndskeið með frétt fyrir ofan textann í fréttinni sjálfri.

 

Sjá einnig:

24.03.2011  Tökur í Nesi fyrir auglýsingu um BMW Mini Cooper

 

Athugasemdir

Eygló Stefánsdóttir, mnudagur 29 gst kl: 20:54

Er þetta ekki hún Sólveig Magnúsdóttir, gamla sveitavinkona mín, er hún bara orðin fræg um allan heim ja. hérna, ég segi nú bara ekki annað, hvar endar þetta eiginlega....

Sig.Torfi, mnudagur 29 gst kl: 21:40

ótrúlega flott og fyndin augnlýsing en hún er ekki tekin upp vestur í dölum eins og Víkingur segir í frétt á vísir.is

Sig.Torfi, mnudagur 29 gst kl: 21:51

http://www.visir.is/lek-adalhlutverkid-i--haleynilegri-bilaauglysingu/article/2011703319995

Sólveig Ara, rijudagur 30 gst kl: 19:51

Held bara að allir landsmenn........a.m.k Vestfirskir landsmenn og margfalt fleiri þekki hana Sollu Magg :-)

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, rijudagur 30 gst kl: 20:10

Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu - eins og það er jafnan orðað - þurfti Solla Magg að sitja þarna eilífðartíma og þykjast vera að drekka kaffi - með kalt blávatn í bollanum ...

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30