Tenglar

11. febrúar 2010 |

NMT-farsímakerfið alveg úr sögunni í haust

Áætlað er að NMT-farsímakerfið verði endanlega tekið úr notkun 1. september í haust. Í kjölfar uppbyggingar á GSM-sambandi og uppsetningu GSM-stöðva hefur notendum NMT-farsímakerfisins fækkað og jafnframt var framleiðslu notendabúnaðar hætt fyrir nokkru. NMT-kerfið hefur lengi þjónað dreifðari byggðum landsins og sjófarendum. Síminn rekur kerfið og gerði rekstrarleyfið ráð fyrir að því yrði lokað 1. janúar 2007 en vegna þess að fjöldi notenda í NMT-kerfinu gat ekki hagnýtt sér útbreiðslusvæði GSM fyrr en núna undir það síðasta hefur lokun NMT-kerfisins verið frestað ítrekað, jafnan um ár í senn.

 

Síminn hefur nú þegar slökkt á alls 15 stöðvum í NMT-farsímakerfinu en á Vestfjörðum eru það stöðvar á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, Tjaldanesi í Arnarfirði, Sandafelli í Dýrafirði, Nauteyri í Ísafjarðardjúpi, Hólmavík og Ennishöfða á Ströndum. Á næstunni verður 28 stöðvum lokað til viðbótar. Þann 1. september verður þeim sendum sem eftir eru lokað og þá mun NMT-kerfið á Íslandi heyra sögunni til.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30