31. janúar 2011 |
Nær 13 milljóna framlag til reksturs Reykhólaskóla
212 milljónir króna koma í hlut vestfirskra sveitarfélaga í áætlaðri úthlutun jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á þessu ári. Í hlut Reykhólahrepps koma tæpar 13 milljónir króna. Mest kemur í hlut Ísafjarðarbæjar eða 61 milljón króna. Minnst kemur í hlut Árneshrepps á Ströndum eða tæpar 2 milljónir, en þar er að finna fámennasta skóla landsins.
Sjá nánar hér á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sjá nánar hér á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga