Tenglar

1. janúar 2010 |

Nærfellt hundrað þúsund heimsóknir árið 2009

Árið 2009 er fyrsta heila árið sem hinum nýja vef Reykhólahrepps er haldið úti, en hann var opnaður vorið 2008. Á hinu nýliðna ári voru heimsóknir á vefinn alls 99.845 og flettingar 348.643 samkvæmt vefmælingu Google Analytics. Þannig vantar ekki nema um hálft annað hundrað upp á hundrað þúsund heimsóknir á árinu.

 

Fréttir sem settar voru í fréttadálkinn eru 528 og atburðir í dagatali nokkuð á annað hundrað. Fundargerðir hreppsnefndar Reykhólahrepps og undirnefnda hans sem settar voru á vefinn eru 36. Þar fyrir utan eru tilkynningar, aðsent efni, myndasyrpur og sitthvað fleira.

 

Eins og gefur að skilja eru langflestar heimsóknirnar á vefinn hér innanlands. Hins vegar má koma nokkuð á óvart, að hann hefur skv. vefmælingunni verið heimsóttur á nýliðnu ári í 83 löndum í öllum heimshornum. Þau lönd þar sem hann hefur verið heimsóttur oftast næst á eftir Íslandi eru eftirtalin og í þessari röð: Bretland, Bandaríkin, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Spánn, Kanada og Holland.

 

Ljóst má vera að í öllum þessum löndum og allmörgum fleiri er fólk sem fylgist reglulega með vefnum. Þetta bendir til þess, að hann sé ekki aðeins heimafólki í Reykhólahreppi hugsanlega til nokkurs gagns og fróðleiks, heldur einnig að fólk með rætur í héraðinu vilji fylgjast með því sem fram vindur á gömlum slóðum.

 

Hér fylgja nokkrar ótextaðar svipmyndir sem birst hafa á nýliðnu ári. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 01 janar kl: 14:12

Finnst það frábært að heyra fréttir úr sveitinni sinni þegar maður býr erlendis.

Gleðilegt nýtt ár og sjáumst hress á komandi ári þegar vorar

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30