Tenglar

29. apríl 2016 |

Nærri 200 ungmenni á balli á Reykhólum

Ungmennin voru til fyrirmyndar.
Ungmennin voru til fyrirmyndar.
1 af 5

Rapparinn Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur ásamt skífuþeysi (DJ) héldu uppi kraftinum á unglingaballi á vegum Reykhólaskóla sem haldið var í íþróttahúsinu á Reykhólum í gærkvöldi. Hartnær 200 krakkar sóttu ballið, en auk nemenda í Reykhólaskóla voru þar ungmenni frá Hólmavík, Búðardal, Tálknafirði, Vesturbyggð, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi í Borgarfirði og Borgarnesi og af Snæfellsnesi.

 

Þarna var mikið fjör og mikið gaman og ungmennin sem sóttu þetta fjölmenna ball voru í alla staði til fyrirmyndar, segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri.

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps hafði veg og vanda af skipulagningu þessa viðburðar í samstarfi við Reykhólaskóla. Foreldrar nemenda í unglingadeildinni önnuðust gæslu og bökuðu pítsur fyrir svanga grunnskólakrakka, marga komna um langan veg. Friðrik Smári og Styrmir Sæm voru hljóðmenn og gegndu því hlutverki með prýði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30