Tenglar

13. október 2015 |

Nærri áttræður bátur frá Guðmundi Theódórssyni

Guðmundur Theódórsson miðskips, Hafliði Aðalsteinsson lengst til hægri. Myndir: Goddur.
Guðmundur Theódórsson miðskips, Hafliði Aðalsteinsson lengst til hægri. Myndir: Goddur.
1 af 3

Hér var fyrir stuttu greint frá nýjum aðföngum (nokkuð gömlum í árum talið) á Bátasafni Breiðafjarðar og Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, bæði vélum og bátum (sjá tengla neðst). Núna skal getið merkisgjafar sem Bátasafnið fékk í sumar. Það er báturinn Sindri, sem Guðmundur Theódórsson frá Laugalandi við Þorskafjörð afhenti safninu til eignar og varðveislu að loknum Bátadögum á Breiðafirði.

 

Valdimar Ólafsson í Hvallátrum á Breiðafirði smíðaði Sindra árið 1936 fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi. Á þeim tíma var tvíbýli á Stað en síðar (1949) byggði Jón nýbýlið Árbæ. Staðar- og Árbæjarbændur notuðu bátinn við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki.

 

Árið 1962 keypti Guðmundur Theódórsson bátinn og notaði hann við hlunnindanytjar og fleira. Árið 1990 gerði hann bátinn upp og hefur síðan haldið honum mjög vel við. Í blíðunni á Bátadögum í júlíbyrjun í sumar sigldi Guðmundur ásamt gestum á Sindra í hópi báta. Að ferðarlokum afhenti Guðmundur Bátasafninu Sindra.

 

Heimild:

Vefurinn Bátasmíði.is þar sem hér má finna nánari upplýsingar um Sindra ásamt mörgum myndum.

 

Myndirnar af Sindra sem hér fylgja tók hins vegar Goddur (Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands) á Bátadögum í sumar. Guðmundur Theódórsson er maðurinn með ljósu derhúfuna.

 

Merkisbátar komnir til varðveislu á Reykhólum

Stórgjöf til Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum

 

Einstök blíða á Bátadögum 2015 – urmull mynda

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31