Tenglar

16. desember 2012 |

Nærri þriggja tíma leitarferð á Þorskafjarðarheiði

Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi fóru í gær upp á Þorskafjarðarheiði til leitar vegna útkalls sem virðist hafa verið gabb. Þetta voru þeir Jens Valbjörn Hansson í Mýrartungu og bræðurnir Brynjólfur Víðir og Ólafur Einir Smárasynir frá Borg. Um tvöleytið heyrði Vaktstöð siglinga neyðarkall á neyðarrás VHF-fjarskiptakerfisins: Mayday, mayday [alþjóðlegt neyðarkall], föst inni í bíl upp á heiði. Síðan komu skruðningar og læti en svo heyrðist Þorskafjarðarheiði nefnd.

 

Þeir félagarnir í Heimamönnum voru hátt í þrjá tíma í ferðinni en fundu engan í nauðum og engar vísbendingar. Heiðin var (og er) ófær venjulegum bílum og skyggni var lélegt. Björgunarsveitarmenn úr Dagrenningu á Hólmavík fóru einnig til leitar og mættust hóparnir uppi á heiðinni.

 

Enn hefur ekki tekist að finna út hvaðan þetta neyðarkall kom eða hver stóð fyrir því. Gabb af þessu tagi er litið mjög alvarlegum augum.

 

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi og Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík eru báðar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30