17. nóvember 2015 |
Næsta ískyggilegur félagsskapur
Reynir og Ása í Hólabúð ásamt Helgu hjúkrunarforstjóra stóðu fyrir síðbúnum hrekkjavökufagnaði (Halloween) á Reykhólum núna á laugardagskvöldið. „Þetta heppnaðist mjög vel og verður vonandi árlegur viðburður og þá á Halloweenhelginni sjálfri,“ segir Reynir. Meðal gesta voru:
Vampýra og vampýrudrottning, hringjarinn í Notre-Dame, sjóræningi, Betboy, uppvakningur sem elskhuginn hafði kálað eitthvað kringum 1800 og var kominn til að ná í hann, sjódregið lík og Helga Sól, og Barbí kom að sjálfsögðu. Og fleiri og fleiri.
Myndirnar sem Lovísa Ósk Jónsdóttir tók tala sínu máli.
Reynir og Ása, rijudagur 17 nvember kl: 13:31
Það skal tekið fram að við vorum ekki einn að standa í þessu Helga og Ásta keyptu mikið af skrautinu og hálpuðu og Lovísa hjálpaði líka að skreyta og á heiðurinn af þessum myndum :)