Tenglar

31. október 2015 |

Næsthæstar heildartekjur á íbúa í Reykhólahreppi

Reykhólahreppur er í næstefsta sæti af íslenskum sveitarfélögum hvað snertir heildartekjur á hvern íbúa, eftir því sem fram kemur í samantekt Viðskiptablaðsins. Langhæstur er Fljótsdalshreppur með liðlega 1,9 milljónir króna en Reykhólahreppur er með 1,6 milljónir á hvern íbúa. Í Reykjavík er talan tæplega 1,1 milljón á hvern íbúa. Lægst er talan í Tjörneshreppi eða innan við hálf milljón króna.

 

Nokkur mjög fjölmenn sveitarfélög skrapa botninn þegar mælikvarðinn tekjur á hvern íbúa er notaður. Þar má nefna Kópavog (684 þúsund), Hafnarfjörð (705 þúsund), Seltjarnarnes (732 þúsund) og Garðabæ (742 þúsund krónur).

 

Nánar hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31