Tenglar

29. september 2015 |

Námsefni frá Singapúr í íslenskum grunnskóla

Ásta Roth með nokkrum nemendum sínum. Ljósm. Vísir/GVA.
Ásta Roth með nokkrum nemendum sínum. Ljósm. Vísir/GVA.

Greint er frá grunnskólanum Reykjavík International School og rætt við skólastjórann Ástu Roth á fréttavefnum visir.is í dag. Því er þessa sérstaklega getið hér, að Ásta er dóttir Guðnýjar Jónsdóttur á Reykhólum (frá Skálanesi) og Aðalsteins Valdimarssonar (Steina Vald), sem síðasta hluta ævinnar var búsettur á Reykhólum og sinnti þar hugðarefni sínu, varðveislu og viðhaldi og endursmíði breiðfirskra súðbyrðinga.

 

Í Reykjavík International School læra nemendur samkvæmt alþjóðlegri námskrá. Ásta skólastjóri segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Fram til 2012 hafi allir grunnskólar hérlendis þurft að vinna námskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna.

 

„Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn, því að sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“

 

Stærðfræði- og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr, sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta meðal annars í samtalinu sem hér má lesa í heild á visir.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31