Námskeið: Einföld ostagerð og hreyfingin Slow Food
Ólafsdalsfélagið gengst laugardaginn 3. september kl. 11-17 fyrir námskeiði í Tjarnarlundi í Saurbæ í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á einfalda ostagerð. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á góðum mat, ostum og ostagerð, en hana er hægt að stunda nánast í hvaða eldhúsi sem er. Ekki síst ætti námskeiðið að henta þeim sem þykir gaman að leika sér í eldhúsinu. Þarna verða kynntar einfaldar framleiðsluaðferðir, tæki og tól og aðstaða sem þarf fyrir einfalda ostagerð. Einnig verður fjallað um hugmyndafræði og markmið Slow Food hreyfingarinnar.
Leiðbeinendur eru Eggert Antonsson mjólkurfræðingur, sem einnig kynnir ostagerð í Landbúnaðarskólanum í Ólafsdal fyrrum, og Jóhanna Þorvaldsdóttir bóndi á Háafelli í Borgarfirði, sem jafnframt býður upp á bragð af geitaostinum sínum.
Námskeiðsgjald er kr. 11.500. Upplýsingar og skráning í netfanginu olafsdalur@gmail.com. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang og nafn námskeiðs. Líka nánari upplýsingar í síma 896 1930.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Vaxtarsamning Vesturlands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Slow Food Reykjavík, félagið Matur-saga-menning, Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, Þjóðfræðistofu, Reykhólahrepp og Dalabyggð.
Slow Food á Wikipedia (íslenska)