Tenglar

3. ágúst 2011 |

Námskeið: „Grænmeti og góðmeti í Ólafsdal“

Kálgarður í Ólafsdal.
Kálgarður í Ólafsdal.

Einn liðurinn á Reykhóladögum 2011 er fjölskylduvænt námskeið undir nafninu Grænmeti og góðmeti í Ólafsdal sem haldið verður í Ólafsdal við Gilsfjörð á laugardag, 6. ágúst. Að námskeiðinu stendur Ólafsdalsfélagið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Reykhólahrepp, Vaxtarsamning Vesturlands, Slow Food Reykjavík og félagið Matur-saga-menning. Flutt verða þrjú fræðsluerindi auk þess sem með fylgir pakki af lífrænt ræktuðu grænmeti beint úr garðinum í Ólafsdal, uppskrift að gómsætum grænmetisrétti og dagskrá fyrir börn.

 

Dagskráin:

 

Kl. 13-13.40

Dominique Pledel: Erindi um Slow Food hreyfinguna og Terra Madre, inntak og útbreiðslu.

 

Kl. 13.50-14.30

Sigríður Jörundsdóttir: Grænmetisrækt í Landbúnaðarskólanum í Ólafsdal á 19. öld.

 

14.30-15

Kolbrún Björnsdóttir: Lífrænt grænmeti; gildi og nýting lífræns grænmetis, fyrir umhverfi og einstaklinga.

 

Kl. 15-16

Grænmetisupptaka og smakk. Þátttakendur fá hlut í uppskeru og uppskrift að gómsætum grænmetisrétti.

 

Kl. 13-16

Dagskrá fyrir börnin um mat, grænmeti og jurtir; byggt, eldað og borðað. Leiðbeinendur: Dominique Pledel (www.slowfood.is), Kolbrún Björnsdóttir (www.jurtaapotek.is) og Sigríður Jörundsdóttir (www.olafsdalur.is).

 

Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 fullorðnir (auk barna).

Kennslustundir eru fimm.

Námskeiðsgjald kr. 6.000 fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir börn. Fjölskylduafsláttur.

 

Skráning í netfanginu olafsdalur@gmail.com. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang. Nánari upplýsingar í síma 896 1930.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30