Tenglar

9. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Námskeið á Reykhólum í útskurði í tré

Valgeir og nokkur af handaverkum hans.
Valgeir og nokkur af handaverkum hans.

Helgina 17.-19. október (frá kl. 17 á föstudegi og til kl. 14 á sunnudegi) verður haldið á Reykhólum námskeið í útskurði í tré. Kennari verður Valgeir Benediktsson í Árnesi á Ströndum og fer kennslan fram í smíðastofu Reykhólaskóla.

 

Hámarksfjöldi nemenda er 6 manns. Nemendur smíða einn grip á námskeiðinu.

 

Verð er kr. 20.000 á mann en kr. 12.000 fyrir þá sem orðnir eru 67 ára. Efniskostnaður er innifalinn.

 

Skráning er í netfanginu felagsmalastjori@strandabyggd.is og í síma 842 2511.

 

Á samskeyttu myndinni er Valgeir Benediktsson og nokkrir af smíðisgripum hans. Eins og vænta má er rekaviðurinn nærtækur efniviður Strandamanni. Þarna getur líka að líta skál úr hryggjarlið úr hval.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30