9. september 2014 | vefstjori@reykholar.is
Námskeið á Reykhólum í útskurði í tré
Helgina 17.-19. október (frá kl. 17 á föstudegi og til kl. 14 á sunnudegi) verður haldið á Reykhólum námskeið í útskurði í tré. Kennari verður Valgeir Benediktsson í Árnesi á Ströndum og fer kennslan fram í smíðastofu Reykhólaskóla.
Hámarksfjöldi nemenda er 6 manns. Nemendur smíða einn grip á námskeiðinu.
Verð er kr. 20.000 á mann en kr. 12.000 fyrir þá sem orðnir eru 67 ára. Efniskostnaður er innifalinn.
Skráning er í netfanginu felagsmalastjori@strandabyggd.is og í síma 842 2511.
Á samskeyttu myndinni er Valgeir Benediktsson og nokkrir af smíðisgripum hans. Eins og vænta má er rekaviðurinn nærtækur efniviður Strandamanni. Þarna getur líka að líta skál úr hryggjarlið úr hval.