Tenglar

3. maí 2016 |

Námskeið fyrir ungmenni og Vísindaveisla fyrir alla

Háskólalestin verður í Búðardal á föstudag og laugardag, 6. og 7. maí, fyrst í skólanum með námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir nemendur í Auðarskóla og Reykhólaskóla og síðan í Dalabúð með fjöruga Vísindaveislu fyrir alla.

 

Vindmyllusmíði, efnafræði, vísindaheimspeki, stjörnufræði og japanska eru meðal námskeiða sem í boði verða fyrir eldri bekki Auðarskóla og Reykhólaskóla. Síðan er öllu heimafólki í Dalabyggð og Reykhólahreppi boðið í Vísindaveisluna.

 

Háskólalestin sækir heim þrjá staði til viðbótar í þessum mánuði, Blönduós, Stykkishólm og Voga á Vatnsleysuströnd. Þetta er sjötta árið í röð sem lest Háskóla Íslands brunar um landið með fjör og fræði fyrir alla aldurshópa, en hún hefur fengið fádæma góðar viðtökur á þeim 26 stöðum sem heimsóttir hafa verið. Búðardalur er fyrsti áfangastaðurinn í ár.

 

Á föstudag munu kennarar og nemendur úr Háskóla Íslands taka að sér kennslu í eldri bekkjum Auðarskóla og Reykhólaskóla. Í boði verða valin námskeið úr Háskóla unga fólksins.

 

Á laugardag kl. 12-16 verður síðan slegið upp Vísindaveislu í Dalabúð fyrir fólk á öllum aldri. Þar verða alls kyns tilraunir, þrautir og tæki sem gestir geta kynnst og prófað; stjörnutjald, efnafræðisýning Sprengju-Kötu og fjölmargt fleira.

 

Allt er þetta nemendum, skólum og gestum Vísindaveislunnar að kostnaðarlausu.

 

Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni bæði á heimasíðu hennar og Facebooksíðu.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Bachmann lestarstjóri í netfanginu gudrunba@hi.is og síma 864 0124.

 

„Við viljum auðvitað að sem allra flestir geti notið heimsóknar lestarinnar og vonumst til þess að sjá sem allra flesta í Vísindaveislunni. Við hlökkum mikið til að eiga skemmtilegan dag með unga fólkinu ykkar á föstudag og hitta síðan fjölskyldur þess og vini á laugardag,“ segir Guðrún lestarstjóri.

 

Myndir nr. 3-6 eru frá heimsókn Háskólalestarinnar á Hólmavík fyrir tveimur árum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31