4. febrúar 2009 |
Námskeið í félagsmálafræðslur tókst vel
Í gærdag og gærkvöldi var haldið á Reykhólum námskeið í félagsmálafræðslu. Það eru Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands sem standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr."
Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum sem öðrum fyrir fræðslu í framkomu og fundarsköpum.
Sigurður Guðmundsson, sem er leiðbeinandi á námskeiðunum, sagði námskeiðið á Reykhólum hafa heppnast sérlega vel. Um morguninn sóttu nemendur úr Reykhólaskóla námskeið og síðar um daginn sóttu eldri þátttakendur nám í félagsmálafræðslu og fundarsköpum. Þess má geta að nær öll sveitarstjórnin sótti það námskeið.
Ásta Sjöfn, mnudagur 09 febrar kl: 22:49
ÉG verðu nú að segja að mér finnst þetta vera alveg einstaklega fallegur hópur í eldri deildinni. Það vakt sérstaklega athygli mína.