Námskeið í heimaframleiðslu osta á Reykhólum?
Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda verður skoðuð til að fá tilfinningu fyrir því hver er munur á framleiðslu á t.d. skyri, brauðosti, gráðosti og smurostum og hvað þarf til. Gerðar verða verklegar tilraunir (sýnikennsla) með einfalda framleiðslu. Skoðaðir verða möguleikar heimaframleiðslu og samanburður við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt verður ítarlega um tæki, tól og aðstöðu sem þarf fyrir hverja ostategund. Jafnframt verður farið yfir framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda.
Leiðbeinandi verður Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur. Námskeiðið stendur frá kl. 10 til kl. 17.30 og kostar 12 þúsund krónur.
Skráning á endurmenntun@lbhi.is eða í símum 843 5302 og 433 5000 þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar. Fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 krónur (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Senda skal staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.
Einstaklingar á lögbýlum eiga möguleika á að sækja um styrk hjá Starfsmenntasjóði bænda (www.bondi.is).